sun 18. febrúar 2018 23:29
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Anderson Talisca með sturlað aukaspyrnumark
Mynd: Getty Images
Anderson Talisca hefur verið einn besti maður Besiktas frá því hann kom á láni frá Benfica fyrir einu og hálfu ári.

Talisca er búinn að gera 22 mörk í 43 deildarleikjum og er liðið í fjórða sæti tyrknesku deildarinnar sem stendur, fimm stigum frá toppliðinu.

Talisca lék allan leikinn í 5-0 sigri Besiktas gegn botnliði Kardemir Karabuk síðustu helgi og skoraði hann fjórða mark leiksins beint úr aukaspyrnu.

Talisca setti magnaðan snúning á knöttinn, sem fór í báðar stangirnar áður en hann fór yfir marklínuna. Hægt að sjá markið hér fyrir neðan.





Athugasemdir
banner
banner
banner