Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 20. febrúar 2018 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Wigan undir rannsókn fyrir að hleypa áhorfendum inná
Lögreglan var mætt til að koma í veg fyrir átök milli stuðningsmannahópa.
Lögreglan var mætt til að koma í veg fyrir átök milli stuðningsmannahópa.
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að rannsaka það sem gerðist að leikslokum þegar Wigan sló Manchester City úr enska bikarnum í gærkvöldi.

Stuðningsmönnum Wigan tókst að brjóta sér leið inn á völlinn til að fagna eftir lokaflautið og er málið litið alvarlegum augum af knattspyrnusambandinu, þar sem leikmenn voru settir í óþarfa hættu.

Einn áhorfandinn virtist ætla að ráðast á Sergio Aguero, sem náði að ýta í andlitið á honum og koma sér undan. Aguero ætlaði svo að rjúka í manninn en var stöðvaður af liðsfélaga.

Man City er brjálað yfir því að leikmenn liðsins hafi verið settir í hættu vegna getuleysi Wigan til að hafa stjórn á áhorfendum og hafa stjórnendur Wigan fordæmt hegðun áhorfenda.

Wigan á líklega væna sekt yfir höfði sér en stuðningsmenn gestanna voru einnig með ólæti langt eftir lokaflautið og köstuðu auglýsingaspjöldum í vallarstarfsmenn og lögregluþjóna.

Það birtust myndbönd að leikslokum sem sýndu þúsundir áhorfenda syngja og dansa inni á vellinum við Will Grigg's on fire.
Athugasemdir
banner
banner