Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 20. febrúar 2018 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldo að skora meira en Messi á tímabilinu
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo hefur verið að skora með meiri tíðni heldur en Lionel Messi á tímabilinu.

Ronaldo hefur verið gagnrýndur fyrir það sem margir telja vera hans lakasta tímabil til þessa, en hann er nýlega orðinn 33 ára gamall.

Real Madrid hefur ekki verið að ganga sérstaklega vel á tímabilinu. Liðið er dottið úr spænska bikarnum og er ekki í titilbaráttunni, þannig allt púður er lagt í Meistaradeildina.

Ronaldo hefur verið duglegur að skora þar og er búinn að gera 11 mörk í 7 leikjum eftir tvennuna gegn PSG í síðustu viku.

Ronaldo er með 12 mörk í deildinni og er í heildina búinn að gera 25 mörk í 29 leikjum á tímabilinu og er búinn að skora 0.86 mörk að meðaltali á leik.

Lionel Messi er markahæstur í deildinni með 20 mörk en er yfir heildina búinn að gera 27 mörk í 38 leikjum á tímabilinu, eða 0.71 á leik.

Luis Suarez er búinn að gera 19 mörk í 34 leikjum og er meðaltalið hans 0.55 mörk á leik.

Barcelona er með sjö stiga forystu á toppnum og heimsækir Chelsea í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner