þri 20. febrúar 2018 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sunderland til sölu - Kostar minna en Aubameyang
Mynd: Getty Images
Mirror greinir frá því að Ellis Short, eigandi Sunderland, sé að reyna að losa sig við félagið sem fyrst.

Sunderland féll úr ensku úrvalsdeildinni í fyrra og er sem stendur í fallbaráttu Championship deildarinnar.

Short hefur átt félagið í rúman áratug og hefur verið að reyna að selja það í nokkur ár.

Fyrir tveimur árum vildi Short fá 100 milljónir punda fyrir félagið, en í dag biður hann aðeins 50 milljónir.

50 milljónir punda eru rúmlega 7 milljarðar í íslenskum krónum. Til samanburðar kostaði Pierre-Emerick Aubameyang, nýr sóknarmaður Arsenal, 56 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner