Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 20. febrúar 2018 09:00
Magnús Már Einarsson
Eiður Smári: Ekki stórslys fyrir Manchester City
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen segir að Manchester City eigi eftir að koma sterkara til baka eftir óvænt 1-0 tap gegn Wigan í enska bikarnum í gær.

„Þetta er smá áfall en þetta er ekki stórslys," sagði Eiður í The debate á Sky Sports í gær.

„Þú notar næsta leik til að koma sterkari til baka og komast aftur á beinu brautina. Ég held að þetta hafi ekki mikil áhrif á liðið. Þú vilt taka þátt í öllum keppnum en þetta er ekki stórslys."

„Guardiola verður mjög svekktur en kannski ekki með spilamennskuna, mér fannst ekki vanta upp á viljann og hugarfarið var nokkuð gott en þeir gátu ekki klárað færin sín."


Smelltu hér til að horfa á Eið og Matthew Upson fara yfir leikinn á Sky

Sjá einng:
Myndband: Eiður Smári álitsgjafi á Sky
Athugasemdir
banner
banner
banner