Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 20. febrúar 2018 09:40
Magnús Már Einarsson
Kroos efstur á óskalista Manchester United
Powerade
Toni Kroos er orðaður við Manchester United.
Toni Kroos er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að því að skoða allt helsta slúðrið úr enska boltanum á þessum fína þriðjudegi.



Toni Kroos (28) miðjumaður Real Madrid er efstur á óskalista Manchester United til að fylla skarð Michael Carrick (36) þegar hann leggur skóna á hilluna í sumar. (Independent)

Alan Pardew, stjóri WBA, er að berjast fyrir framtíð sinni eftir einungis tólf vikur í starfi. Pardew gæti misst starf sitt ef illa fer gegn Huddersfield um helgina. (Telegraph)

Real Madrid ætlar að reyna að selja Gareth Bale (28) í sumar og leikmaðurinn sjálfur veit af því. Real ætlar einnig að reyna að losa sig við Karim Benzema (30). (Sun)

Tottenham ætlar að reyna að fá Wilfried Zaha (25) kantmann Crystal Palace. Tottenham reyndi tvisvar að fá Zaha síðastliðið sumar en án árangurs. (Mirror)

PSG hefur ekki áhuga á Marcos Rojo (27) varnarmanni Manchester United þrátt fyrir sögusagnir þess efnis að franska félagið ætlaði að bjóða 30 milljónir punda í hann. (EPSN)

Macos Asensio (22) leikmaður Real Madrid segist hafa fengið tilboð frá Liverpool, Chelsea, Arsenal, Bayern Munchen og Juventus en Florentino Perez, forseti Real, vill ekki selja hann. (Diario Gol)

Umboðsmaður Nabil Fekir (24), miðjumanns Lyon, segir að leikmaðurinn verði áfram hjá franska félaginu á næsta tímabili þrátt fyrir áhuga frá Arsenal. (Mirror)

Leonardo Ulloa (31) vill vera áfram hjá Brighton á næsta tímabili en hann kom til félagsins á láni frá Leicester á dögunum . (Argus)

Lucas Moura (25) telur að Tottenham geti unnið Meistaradeildina. Moura kom til Tottenham frá PSG í janúar. (Express)
Athugasemdir
banner
banner
banner