þri 20. febrúar 2018 16:30
Elvar Geir Magnússon
Lampard: Einn leikmaður Chelsea sem getur stöðvað Messi
Kante verður lykilmaður fyrir Chelsea í kvöld.
Kante verður lykilmaður fyrir Chelsea í kvöld.
Mynd: Getty Images
Chelsea tekur á móti Barcelona í kvöld í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Frank Lampard, fyrrum miðjumaður Chelsea, segir að N'Golo Kante sé algjör lykilmaður fyrir Chelsea í leiknum og að hann sé sá eini sem geti stöðvað Lionel Messi.

Argentínumaðurinn mætir á Stamford Bridge í kvöld en hann hefur ekki enn náð að skora í átta leikjum gegn Chelsea í Meistaradeildinni.

„Ég á erfitt með að sjá Chelsea mann dekka hann því hann getur dregið þig um allan völl og eyðilegt leikáætlun þína. Sá sem er næst honum verður að taka ábyrgð á því að taka það svæði því um leið og hann fær að hlaupa frjálslega kemstu ekki nálægt honum. Ég tala af reynslu," segir Lampard.

„Það koma kaflar þar sem þú þarft einfaldlega að hörfa. Vandamálið við að spila á heimavelli er að fólk vill sjá Chelsea sækja aðeins á þá. En leikmenn Barcelona eru það góður að þú þarft að draga þig til baka og koma í veg fyrir að þeir fái pláss þar sem þeir geta raunverulega sært þig. Þetta er fín lína. Chelsea þarf að liggja til baka en setja pressu á Messi svo hann verði ekki of öruggur á boltann."

„Þarna tel ég að N'Golo Kante verði lykillinn. Hann er sá á miðju Chelsea sem er með hæfileikana sem þú þarft því hann er svo fljótur að fara í tæklingu. En það er mikilvægt að allir leikmenn pressi andstæðinga sína, það á að byrja á þeim sem eru fremstir á vellinum."
Athugasemdir
banner
banner