Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 21. febrúar 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Platfréttir að eigandi AC Milan sé gjaldþrota
Mynd: Getty Images
Li Yonghong, eigandi og forseti ítalska knattspyrnufélagsins AC Milan, segir það ekki rétt að hann sé gjaldþrota. Fréttir hafa verið um það, að hann sé gjaldþrota, en hann vísar því alfarið á bug.

Li fór fyrir fjárfestingahópi sem keypti AC Milan af Silvio Berlusconi fyrir 628 milljónir punda á síðasta ári.

Ítalska blaðið Corriere della Sera sagði frá því að eigur Li yrðu seldar á uppboði svo hann gæti borgað skuldir sínar. Hann segir þetta fjarri sannleikanum í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér.

„Bæði félagið og fyrirtæki mín eru í góðum málum," sagði Li.

AC Milan er í sjöunda sæti Seríu A, 25 stigum frá toppliði Napoli þrátt fyrir að hafa tæpum 200 milljónum punda í leikmenn síðasta sumar. Liðinu hefur verið að ganga vel undir stjórn Gennaro Gattuso.
Athugasemdir
banner