Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 21. febrúar 2018 19:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ingólfur gefur út bók - „Vil leggja mitt af mörkum"
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fótboltamaðurinn Ingólfur Sigurðsson hefur skrifað undir samning við bókaútgáfuna Hólar um útgáfu bókar sem kemur út í haust.

Bókin verður saga Ingólfs, verður þetta fótboltasaga þar sem tíma hans í atvinnumennsku verða gerð góð skil en hann einkenndist af mikilli baráttu við kvíðaröskun og síðar þunglyndi.

„Eins og gengur var ég fyrst efins þegar hugmyndin var borin undir mig, en sannfærðist eftir því sem leið. Ég lít á þetta sem kjörið tækifæri til að halda málefninu, sem er mér svo kært, á lofti og veita innsýn í líf þeirra sem þurfa að kljást við sjálfan sig á sama tíma og leikið er hinn fullkomna íþróttamann. Allt er þetta gert í von um aukinn skilning," skrifar Ingólfur á Facebook.

Ingólfur steig fram í viðtali við Morgunblaðið árið 2014 þar sem hann ræddi opinskátt um veikindi sín. Þar steig hann fram og sagði frá glímu sinni við geðsjúkdóm. Ingólfur hefur verið með kvíðaröskun sem hefur haft mikil áhrif á líf hans og fótboltaferilinn.

Sjá einnig:
Upptaka - Ingólfur Sigurðsson um glímuna við geðsjúkdóm

Ingólfur vonast til að sá sem lesi bókina geti sett sig í fótspor þeirra sem glíma við andlega veikindi.

„Ég vil leggja mitt af mörkum til að gefa fólki tækifæri til að skilja þá betur sem þurfa að glíma við geðsjúkdóma eða aðra andlega erfiðleika. Ég tel að bók að þessu tagi sé kærkomin í íslenskar bókahillur," sagði hann við Nútímann.
Athugasemdir
banner