Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 21. febrúar 2018 20:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tyrkland: Elmar spilaði í góðum sigri
Mynd: KSÍ
Elazigspor 2 - 1 Giresunspor
0-1 Caglar Birinci ('10, víti)
1-1 Alpaslan Özturk ('45, víti)
2-1 Alpaslan Özturk ('52)

Theódór Elmar Bjarnason og liðsfélagar hans í Elazigspor í tyrknesku B-deildinni unnu heimasigur gegn Giresunspor í dag.

Elazigspor lenti undir eftir 10 mínútur en náði að jafna með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Snemma í seinni hálfleiknum skoraði Alpaslan Özturk annað mark sitt og kom Elazigspor í 2-0.

Theódór Elmar spilaði allan leikinn fyrir Elazigspor sem er komið í sjöunda sæti tyrknesku B-deildarinnar, tveimur stigum frá umpsilssæti. Liðin í sæti þrjú til sex fara í umspil um sæti í A-deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner