mið 21. febrúar 2018 22:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho við blaðamann: Má ég faðma þig?
Glaður eftir spurningu um McTominay
,,Má ég faðma þig?
,,Má ég faðma þig?"
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, var ánægður eftir markalaust jafntefli við Sevilla í Meistaradeildinni í kvöld, sérstaklega eftir að hann fékk spurningu um Scott McTominay.

Mourinho er orðinn þreyttur á spurningum um Paul Pogba og var glaður að fá loksins spurningu um um McTominay.

„Má ég faðma þig," sagði Mourinho við blaðamanninn áður en hann gerði einmitt það. Myndband af því er hér að neðan.

„Á blaðamannafundinum voru spurningarnar um Pogba en spurningarnar eiga að vera um strákinn. Hann var stórkostlegur. Hann gerði allt vel. Hann setti pressu á Banega og hindraði hann í að spila, hann er leikstjórnandi þeirra. Mér fannst Scott magnaður."

„Miðjumennirnir byrjuðu mjög vel og Pogba lagði mikið á sig þegar hann kom inn á. Frammistaða hans var jákvæð."

„Old Trafford saknar þess að hafa stór Evrópukvöld. Við vorum í 8-liða úrslitum og undanúrslitum í fyrra en Evrópudeildin hefur aðra merkingu."



Athugasemdir
banner
banner
banner