mið 21. febrúar 2018 22:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur að sóknarmenn séu hræddir við De Gea
Mynd: Getty Images
Frank Lampard var í settinu hjá BT Sport í kvöld ásamt Paul Scholes og Rio Ferdinand, tveimur fyrrum leikmönnum Manchester United. Fóru þeir félagar yfir leiki kvöldsins í Meistaradeildinni.

Man Utd mætti Sevilla á Spáni og gerði markalaust jafntefli. United-menn mega þakka markverðinum David de Gea fyrir þau úrslit en hann var frábær í kvöld.

Ein varsla hjá De Gea í leiknum vakti sérstaka athygli en hann varði þá frían skalla sem leikmaður Sevilla fékk.

Markvarslan fékk mikið umtal á Twitter og eru fleiri og fleiri eru að bætast í hóp þeirra sem eru á þeirri skoðun að De Gea sé besti markvörður heims þessa stundina.

Lampard telur að sóknarmenn óttist De Gea.

„Hann er þannig markvörður sem sóknarmenn eru hræddir við. Hann er það góðar að þú hugsar um það hvort þú hugsar í raun hvort þú getir skorað fram hjá honum," sagði Lampard.

Ferdinand og Scholes hrósuðu líka Spánverjanum.

„Þetta var ótrúlegt. Hann er búinn að gera þetta í nokkur ár núna. Ég fagnaði eins og þetta hefði verið mark," sagði Ferdinand.

„Sóknarmaðurinn á ekki að gefa honum færi á að verja þetta en það er ekki eins og þetta sé beint á hann. Hann bíður og bregst við. Hann hefur gert það óteljandi sinnum."

Um vörsluna sagði Scholes: „Hann er bestur í heimi, það er enginn vafi um það. Sóknarmaðurinn er vonsvikinn, en skallinn fór ekki beint á De Gea, hann þurfti að hreyfa höndina."

Sjá einnig:
De Gea hlaðinn lofi fyrir magnaða vörslu
Einkunnir Sevilla og Man Utd: De Gea langbestur
Athugasemdir
banner
banner
banner