banner
   mið 21. febrúar 2018 23:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskar Hrafn drullar yfir Mourinho: Hann er leiðinlegur og er að eyðileggja United
,,Það er skemmtilegra að horfa á málningu þorna en United spila"
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Forlagid.is
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Gróttu, fór hamförum eftir leikina í Meistaradeildinni í kvöld. Óskar var sérfræðingur hjá Stöð 2 Sport í kringum leik Manchester United og Sevilla sem endaði markalaus.

United sýndi ekki sínar bestu hliðar sóknarlega og gerði eiginlega ekkert sóknarlega í leiknum.

Óskar Hrafn hraunaði yfir Jose Mourinho, stjóri Manchester United, í Meistaramörkunum að leik loknum.

„Það lítur út eins og hann (Mourinho) sé að bíða eftir að einhver stærðfræðikeppni í MS sé að byrja. Það er eins og hann sé að fara að gera einhvern hlut sem er leiðinlegasti hlutur í heimi," sagði Óskar Hrafn áður en kollegi hans Bjarni Guðjónsson greip inn í og benti á að stærðfræðikeppnir í MS væru ekki leiðinlegar. „Ég var aldrei sérstaklega hrifinn af þeim," sagði Óskar þá.

„Hvernig hann hagar sér á þessum blaðamannafundi, hvernig hann var í þessum leik, hvernig hann stillti upp þessum leik, hvernig hann er búinn að vera undanfarnar vikur; hann er bara leiðinlegur og hann er að eyðileggja United."

„Þetta er leiðinlegasti leikur sem ég hef horft á lengi. Það er skemmtilegra að horfa á málningu þorna en United spila."

„Það er hræðilegt að horfa á þetta. Þetta er lið sem kostar mörg hundruð milljónir punda, með knattspyrnustjóra með skrilljón, grilljónir á mánuði fyrir að stjórna þessu. Hann er lélegur og leiðinlegur, liðið er lélegt og leiðinlegt."

„Hættu þessu! Farðu og finndu þér eitthvað annað að gera Jose Mourinho."












Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner