Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 22. febrúar 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Potter: Þurftum eitt stærsta kraftaverk fótboltasögunnar
Graham Potter hefur náð mögnuðum árangri með Östersund.
Graham Potter hefur náð mögnuðum árangri með Östersund.
Mynd: Getty Images
Sænska félagið Östersund á ekki mikla möguleika á því að komast í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar og þetta veit Graham Potter, þjálfari liðsins. Östersund tapaði fyrri leik sínum gegn Arsenal í 32-liða úrslitunum 3-0, en sá leikur var í Svíþjóð.

Östersund er lítið félag í Svíþjóð en uppgangur þess hefur verið ógnarhraður. Til dæmis um það var félagið stofnað mánuði eftir að Arsene Wenger var ráðinn stjóri Arsenal árið 1996.

Östersund spilar á Emirates-leikvanginum í dag og þarf að vinna með þriggja marka mun til að komast áfram í Evrópudeildinni.

„Við þurfum eitt stærsta kraftaverk fótboltasögunnar til að komast áfram, við höfum engu að tapa," segir Potter.

„Við erum stoltir af því sem við höfum afrekað, sama hvað gerist, þá getum við borið höfuðið hátt."

„Fyrir sjö árum síðan fór ég frá Heathrow (flugvelli í Lundúnum) til að fara til 4. deildarliðs í Svíþjóð og á morgun (í dag) mun ég fara með 5 þúsund stuðningsmenn frá Östersund."
Athugasemdir
banner
banner
banner