Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 22. febrúar 2018 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eina sem Neymar getur gert er að skipta um íþrótt
,,Ef Neymar vill það ekki, þá verður hann að skipta um íþrótt.
,,Ef Neymar vill það ekki, þá verður hann að skipta um íþrótt."
Mynd: Getty Images
Thierry Henry, fyrrum leikmaður Arsenal, telur að Neymar, leikmaður Paris Saint-Germain, þurfi að skipta um íþrótt ef hann ætlar sér að komast úr skugganum hans Lionel Messi.

Henry segir að það sé eina leiðin fyrir Neymar til að komast úr skugga Messi, það sé ekki nóg að skipta um lið.

Neymar yfirgaf Messi og félaga í Barcelona í sumar fyrir 198 milljónir punda og fór til Parísar. Sagt er að hann hafi gert það til að losna úr skugga Messi sem er aðalmaðurinn í Katalóníu.

„Ég veit ekki hvort Neymar yfirgaf Barcelona til að losna úr skugga Messi," sagði Henry. „En það sem er satt er að allir leikmenn í heiminum eru í skugga Messi."

„Ef Neymar vill það ekki, þá verður hann að skipta um íþrótt."

Fyrsta tímabil Neymar hjá PSG hefur verið ágætt hingað til. Liðið er á góðri leið með að endurheimta franska deildarmeistaratitilinn af Mónakó en staðan í Meistaradeildinni er ekki eins góð. Þar er liðið 3-1 undir eftir fyrri leik sinn gegn Real Madrid í 16-liða úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner
banner