Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 22. febrúar 2018 09:00
Magnús Már Einarsson
Ander Herrera gæti verið illa meiddur
Ander Herrera.
Ander Herrera.
Mynd: Getty Images
Ander Herrera, miðjumaður Manchester United, er mögulega illa meiddur en hann neyddist til að fara af velli í markalausa jafnteflinu gegn Sevilla í gærkvöldi.

Herrera var að snúa aftur eftir að hafa misst af leikjum gegn Huddersfield og Newcastle á dögunum vegna meiðsla.

Endurkoman var stutt hjá Herrera Paul Pogba kom inn á fyrir hann eftir einungis 17 mínútna leik.

„Hann virtist ekki vera alveg heill. Ég held að hann sé illa meiddur," sagði Jose Mourinho, stjóri United, eftir leikinn.

Herrera bætist á meislalistann hjá United en þar eru einnig Phil Jones, Marcos Rojo, Marouane Fellaini og Zlatan Ibrahimovic.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner