fim 22. febrúar 2018 09:30
Magnús Már Einarsson
Umboðsmaður Pogba reynir að koma honum frá Man Utd
Powerade
Paul Pogba gæti verið á förum frá Manchester United samkvæmt slúðrinu.
Paul Pogba gæti verið á förum frá Manchester United samkvæmt slúðrinu.
Mynd: Getty Images
Courtois gæti farið til Real Madrid í sumar.
Courtois gæti farið til Real Madrid í sumar.
Mynd: Getty Images
Þó að félagaskiptaglugginn sé lokaður þá gefast slúðurblöðin á Englandi ekkert upp. Þau horfa til sumarsins.



Real Madrid vill að Thibaut Courtois (25) bíði með að gera nýjan samning við Chelsea þar til í apríl. Real ætlar þá að velja annað hvort Courtois eða David De Gea (27) markvörð Manchester United sem framtíðar markvörð sinn. (Telegraph)

Courtois segir að umboðsmaður sinn muni hlusta á tilboð frá Real Madrid. (Mirror)

Umboðsmaður Paul Pogba (24) hefur boðið nokkrum af bestu félögum Evrópu að kaupa leikmanninn frá Manchester United. Pogba byrjaði á bekknum gegn Sevilla í gærkvöldi. (Sports Illustrated)

Harry Maguire (24) er tilbúinn að gera nýjan samning við Leicester þrátt fyrir að hafa verið orðaður við Manchester City. (Sun)

WBA er að fylgjast með Graham Potter (42) þjálfara sænska féalgsins Östersund. (Mail)

Lyon, PSG og tvö önnur ónefnd frönsk félög vilja fá Karim Benzema (30) frá Real Madrid en framherjinn er sjálfur til í að snúa aftur í frönsku deildina. (AS)

Barcelona er að reyna að fá miðjumanninn Arthur Melo (21) frá Gremio á 26,4 milljónir punda. (Mundo Deportivo)

Davinson Sanchez (21), varnarmaður Tottenham, segist ekki hafa áhuga á að ganga í raðir Real Madrid í sumar. (Mirror)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, vill að Danny Welbeck (27) geri nýjan samning við félagið. (Mail)

Manchester United hefur áhuga á Nikola Moro (19) miðjumanni Dinamo Zagreb en honum hefur verið lýst sem nýjum Luka Modric. (Talksport)

Yannick Carrasco (24) leikmaður Atletico Madrid er á leið til Dalian Yifang í Kína á 26,4 milljónir punda. (El Pais)

Gary Cahill, varnarmaður Chelsea, gæti misst sæti sitt í enska landsliðshópnum fyrir HM í sumar. (TImes)

David Ginola (51) fyrrum leikmaður Newcastle og Tottenham á von á barni með kærustu sinni. (Birmingham Mail)
Athugasemdir
banner
banner