Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 22. febrúar 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
Burnley væri í fallbaráttu ef framlag Jóa Berg væri tekið frá
Jóhann Berg fagnar marki gegn Manchester City á dögunum.
Jóhann Berg fagnar marki gegn Manchester City á dögunum.
Mynd: Getty Images
Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson hefur tryggt Burnley átta stig með mörkum og stoðsendingum sínum á tímabilinu.

Jóhann Berg hefur skorað tvö mörk og lagt upp fimm í ensku úrvalsdeildinni. Samkvæmt rannsókn BetStars hafa þrjú af þessum mörkum verið sigurmörk og tvö þeirra hafa tryggt jafntefli.

Burnley er í 7. sæti í dag en liðið væri í 14. sæti, tveimur stigum frá falli, ef mörkin sem Jóhann hefur komið að væru tekin frá.

Kevin de Bruyne er efstur á lista BetStars en sjö mörk hans og fjórtán stoðsendingar hafa tryggt Manchester City samtals 20 stig. Tíu af mörkum og stoðsendingum De Bruyne hafa verið sigurmörk.

Ef þetta framlag De Bruyne væri tekið frá þá væri topplið Manchester City ekki einu sinni í topp fjórum.

Harry Kane er næstur á lista en mörk og stoðsendingar hans hafa tryggt Tottenham 17 stig. Alvaro Morata, framherji Chelsea, kemur þar á eftir en mörk og stoðsendingar hans hafa tryggt 16 stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner