Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 22. febrúar 2018 10:15
Magnús Már Einarsson
Leikmenn Man Utd efuðust um De Gea þegar hann kom fyrst
David De Gea hefur verið magnaður með Manchester United.
David De Gea hefur verið magnaður með Manchester United.
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand, fyrrum varnarmaður Manchester United, segir að leikmenn liðsins hafi haft efasemdir um David De Gea þegar hann kom frá Atletico Madrid árið 2011.

De Gea átti enn einn stórleikinn þegar Manchester United gerði markalaust jafntefli við Sevilla í gærkvöldi en hann átti meðal annars frábæra markvörslu frá Luis Muriel undir lok fyrri hálfleiks.

Þegar De Gea kom til United á sínum tíma þá voru Ferdinand og liðsfélagar hans ekki vissir um að hann væri nógu góður til að verða í heimsklassa.

„Þegar hann kom fyrst þá voru leikmenn með efasemdir. Hann var ungur strákur að koma til Manchester United og við þurftum að vinna titla á hverju tímabili," sagði Ferdinand.

„Hvernig áttum við að gera það með ungan krakka sem var óreyndur og virtist skorta sjálfstraust?"

„Ef þú horfir á hann í dag þá sérðu leikmann sem hefur lagt hart að sér til að komast þangað sem hann er í dag."


Sjá einnig:
De Gea hlaðinn lofi fyrir magnaða vörslu
De Gea um vörsluna: Kom á mikilvægum tímaunkti
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner