Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 23. febrúar 2018 12:00
Magnús Már Einarsson
Gulli Jóns spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Gunnlaugur Jónsson.
Gunnlaugur Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hilmar Þór
Manchester United gerir jafntefli við Chelsea samkvæmt spá Gulla.
Manchester United gerir jafntefli við Chelsea samkvæmt spá Gulla.
Mynd: Getty Images
Manchester City vinnur enska deildabikarinn ef spáin rætist.
Manchester City vinnur enska deildabikarinn ef spáin rætist.
Mynd: Getty Images
Adolf Ingi Erlingsson var með fimm rétta þegar hann spáði í síðustu umferð í ensku úrvalsdeildinni.

Gunnlaugur Jónsson spáir í leikina að þessu sinni en hann hefur slegið í gegn með þættina Návígi hér á Fótbolta.net.

Smelltu hér til að hlusta á Heimi Hallgrímsson í Návígi hjá Gulla



Leicester 2 - 0 Stoke (12:30 á morgun)
Stoke er miklu basli í botnbaráttunni og þeir munu ekki ráða við tvíeykið Vardy/Mahrez sem skora sitthvort markið í góðum heimasigri.

Bournemouth 0 - 0 Newcastle (14:00 á morgun)
Hér er í kortunum mjög óspennandi markalaust jafntefli.

Brighton 0 - 1 Swansea (14:00 á morgun)
Swansea er á gríðarlegri siglingu með nýjum stjóra, komnir upp úr fallsæti og með sigri geta þeir farið upp fyrir Brighton og jafnvel fleiri lið. Þeir gera það með þægilegum 1-0 sigri.

Burnley 3 - 1 Southampton (14:00 á morgun)
Burnley hefur gengið illa að ná í sigur í deildinni eftir glæsilega byrjun. Nú er komið að því - okkar maður Jóhann Berg á stórleik, skorar og leggur upp tvö mörk í 3-1 heimasigri.

Liverpool 3 - 0 West Ham (14:00 á morgun)
Ég hef alltaf haft taugar til Klopps þó maður hafi alist upp að hata Liverpool, þeir eru í stuði eftir geggjaðan sigur á Porto, og munu bjóða uppá þungarokksfótbolta með hápressu dauðans og vinna 3-0.

WBA 0 - 1 Huddersfield (14:00 á morgun)
Hér verða heimamenn að ná sér í sigur ef þeir ætla að eiga möguleika að halda sæti sínu í deildinni. Búið að vera erfiður tími undanfarið, margir tapleikir í röð, vesen í æfingaferð og ég er ekki að sjá að þeir séu búnir að leysa þessa krísu. Þeir reyna þó - pakka í vörn en því miður dugar það ekki til og gestirnir skora eftir horn í blá lokin.

Watford 0 - 2 Everton (17:30 á morgun)
Ég held með Gylfa og ég spái hans liði sigri. Gylfar skorar eftir vel útfærða skyndisókn, kemur í seinni bylgjunni og setur hann innan fótar.

Crystal Palace 0 - 2 Tottenham (12:00 á sunnudaginn)
Ég er hrifinn af Tottenham liðinu, þar er stjórinn sem ég vil fá sem fyrst á Old Trafford. Þeir sigra örugglega.

Manchester United 1 - 1 Chelsea (14:05 á sunnudaginn)
Mikilvægur leikur í baráttunni um silfrið, Conte og félagar geta með sigri jafnað Man Utd en þetta verður taktísk skák sem endar með jafntefli. Djöfull er Leikhús draumanna þungt og leiðinlegt um þessar mundir.

Arsenal 0 - 2 Man City (Úrslit í deildabikar) (16:30 á sunnudag
Ég held að tapið í bikarnum gegn Wigan siti enn í City liðinu - þeir verða gíraðir og ganga á lagið.

Fyrri spámenn:
Gaupi (7 réttir)
Gunnar Jarl Jónsson (6 réttir)
Haukur Harðarson (6 réttir)
Haukur Páll Sigurðsson (6 réttir)
Lillý Rut Hlynsdóttir (6 réttir)
Siggi Dúlla (6 réttir)
Steindi Jr (6 réttir)
Þorgrímur Þráinsson (6 réttir)
Adolf Ingi Erlingsson (5 réttir)
Gummi Ben (5 réttir)
Logi Bergmann (5 réttir)
Ólafur Ingi Skúlason (5 réttir)
Viðar Skjóldal - Enski (5 réttir)
Baldur Sigurðsson (4 réttir)
Birkir Már Sævarsson (4 réttir)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (4 réttir)
Arnór Þór Gunnarsson (3 réttir)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (3 réttir)
Hallgrímur Jónasson (3 réttir)
Hjálmar Örn Jóhannsson (3 réttir)
Hörður Magnússon (3 réttir)
Ólafur Darri Ólafsson (3 réttir)
Jón Ragnar Jónsson (1 réttur)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 9 3 75 32 +43 75
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 33 15 6 12 69 52 +17 51
7 Man Utd 33 15 6 12 47 48 -1 51
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 34 12 8 14 46 53 -7 44
12 Bournemouth 34 11 10 13 48 60 -12 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 9 10 15 42 56 -14 37
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 10 9 15 34 48 -14 31
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 8 23 31 88 -57 17
Athugasemdir
banner
banner