fös 23. febrúar 2018 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Carvalhal: Mawson einn af bestu miðvörðum deildarinnar
Mynd: Getty Images
Carlos Carvalhal hefur gjörbreytt gengi Swansea frá því hann tók við stjórnartaumunum rétt fyrir áramót.

Carvalhal tók við félaginu og var snöggur að segja að hann þyrfti ekki mikinn liðsstyrk til að bjarga því frá falli.

Það gæti gengið eftir því Svanirnir hafa aðeins tapað einum leik undir stjórn Portúgalans, unnið sex og gert fimm jafntefli.

Carvalhal segir þetta góða gengi að miklu leyti snúast um betri varnarvinnu og hrósar hann Alfie Mawson, 24 ára miðverði félagsins, í hástert.

„Mawson er einn af bestu miðvörðum ensku úrvalsdeildarinnar. Hann hefur bætt sig gríðarlega mikið frá því að ég tók við," sagði Carvalhal.

„Hann er einn af bestu miðvörðum Englands en það er ekki í mínum verkahring að segja til um hvort hann ætti að fara með á HM eða ekki.

„Ég vil ekki gefa mitt álit og hafa þannig einhverskonar áhrif á starf kollega mins (Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englendinga)."


Swansea er einu stigi frá fallsæti og á næst útileik við Brighton í fallbaráttunni.

Þá er liðið ennþá í enska bikarnum og þarf að endurspila leikinn gegn Sheffield Wednesday í 16-liða úrslitum eftir markalaust jafntefli á útivelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner