fim 22. febrúar 2018 22:05
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Östersund vann á Emirates
Frændur okkar frá Svíþjóð komu sér heldur betur á kortið með frábærri frammistöðu á Emirates.
Frændur okkar frá Svíþjóð komu sér heldur betur á kortið með frábærri frammistöðu á Emirates.
Mynd: Getty Images
Arsenal mætti með nokkuð sterkt lið til leiks en tapaði fyrir Östersund á heimavelli í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Gestirnir frá Svíþjóð voru öflugir í leiknum og voru tveimur mörkum yfir á Emirates þegar flautað var til hálfleiks.

Sead Kolasinac náði að minnka muninn fyrir Arsenal snemma í síðari hálfleik og náði hvorugt lið að bæta við marki þrátt fyrir færi á báða bóga. Arsenal kemst áfram eftir 3-0 sigur í fyrri leiknum.

Atalanta komst yfir gegn Borussia Dortmund í stórleik kvöldsins og hélt forystunni þar til á lokakaflanum.

Vinstri bakvörðurinn Marcel Schmelzer, sem kom inn af bekknum í hálfleik, jafnaði fyrir Dortmund á 83. mínútu. Knötturinn barst til Schmelzer eftir að Valter Berisha hafði varið skot frá Marco Reus.

Mark Schmelzer fleytti Dortmund áfram og komst Atalanta grátlega nálægt því að fleygja þýsku risunum úr keppni.

Athletic Bilbao komst áfram þrátt fyrir tap á heimavelli gegn Spartak frá Moskvu og hafði Red Bull Salzburg betur gegn Real Sociedad eftir jafntefli á Spáni.

Arsenal 1 - 2 Östersund 4-2 samanlagt
0-1 Hosam Aiesh ('22 )
0-2 Ken Sema ('24 )
1-2 Sead Kolasinac ('47 )

Atalanta 1 - 1 Dortmund 3-4 samanlagt
1-0 Rafael Toloi ('11 )
1-1 Marcel Schmelzer ('83 )

AC Milan 1 - 0 Ludogorets 4-0 samanlagt
1-0 Fabio Borini ('21 )

Athletic Bilbao 1 - 2 Spartak Moskva 4-3 samanlagt
0-1 Luiz Adriano ('44 )
1-1 Xabier Etxeita ('57 )
1-2 Lorenzo Melgarejo ('85 )

Braga 1 - 0 Marseille 1-3 samanlagt
1-0 Ricardo Horta ('31 )

Salzburg 2 - 1 Real Sociedad 4-3 samanlagt
1-0 Munas Dabbur ('10 )
1-1 Raul Navas ('28 )
2-1 Valon Berisha ('74 , víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner