Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 23. febrúar 2018 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sonur Kevin Campbell gæti spilað sinn fyrsta úrvalsdeildarleik
Kevin spilaði undir stjórn Bryan Robson hjá West Brom.
Kevin spilaði undir stjórn Bryan Robson hjá West Brom.
Mynd: Getty Images
Kevin Campbell gerði 46 mörk í 166 deildarleikjum fyrir Arsenal og hélt áfram að skora reglulega hjá Nottingham Forest og Trabzonspor.

Hann gerði góða hluti hjá Everton þrátt fyrir að markaskorunin færi dvínandi og var hann elskaður af stuðningsmönnum hvert sem hann fór.

Tyrese Campbell er sonur Kevin og hefur verið að gera góða hluti með varaliði Stoke City. Hann er með 12 mörk í 15 leikjum og gerði þrennu gegn Fulham í síðustu umferð.

Hann gæti komið við sögu í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik þegar liðið heimsækir Leicester City í hádegisleiknum á laugardaginn.

„Hann er búinn að æfa með okkur og hann gæti verið partur af leikmannahópnum gegn Leicester," sagði Paul Lambert, stjóri Stoke.
Athugasemdir
banner
banner
banner