Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 23. febrúar 2018 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tilbúinn að gefa Sunderland ef nýr eigandi borgar skuldirnar
Ellis Short.
Ellis Short.
Mynd: Getty Images
Ellis Short, núverandi eigandi Sunderland, er tilbúinn að gefa félagið ef hægt er að finna kaupanda sem tilbúinn er að greiða skuldir félagsins. Þetta segir í frétt frá BBC.

Short hefur verið að reyna að selja félagið en hefur ekki enn tekist að finna neinn sem tilbúinn er að kaupa það. Talað hefur verið um að hann sé að leitast eftir 50 milljónum punda fyrir hlut sinn.

Núna er hins vegar sagt að hann sé tilbúinn að "gefa það" svo lengi sem nýr eigandi taki að sér að borga skuldir félagsins. Árið 2016 voru skuldirnar tæplega 140 milljónir punda.

Þetta er ótrúlegt hrun hjá Sunderland þar sem fyrir tveimur árum síðan var Short að biðja um 170 milljónir fyrir hlut sinn í félaginu.

Síðan þá hefur félagið fallið úr ensku úrvalsdeildinni og er það nú á botni Championship-deildarinnar. Útlitið er ekki gott.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Ipswich Town 43 26 11 6 85 53 +32 89
2 Leicester 42 28 4 10 79 38 +41 88
3 Leeds 43 26 9 8 76 34 +42 87
4 Southampton 42 25 9 8 84 54 +30 84
5 West Brom 43 20 12 11 66 42 +24 72
6 Norwich 43 21 8 14 76 60 +16 71
7 Hull City 42 18 11 13 62 54 +8 65
8 Coventry 42 17 12 13 66 52 +14 63
9 Middlesbrough 43 18 9 16 61 56 +5 63
10 Preston NE 43 18 9 16 56 60 -4 63
11 Cardiff City 43 18 5 20 48 60 -12 59
12 Bristol City 43 16 10 17 50 46 +4 58
13 Sunderland 43 16 8 19 52 50 +2 56
14 Swansea 43 14 11 18 53 62 -9 53
15 Watford 43 12 16 15 59 58 +1 52
16 Millwall 43 13 11 19 42 55 -13 50
17 Blackburn 43 13 10 20 57 71 -14 49
18 Plymouth 43 12 12 19 58 66 -8 48
19 QPR 43 12 11 20 40 57 -17 47
20 Stoke City 43 12 11 20 41 60 -19 47
21 Birmingham 43 12 9 22 48 64 -16 45
22 Huddersfield 43 9 17 17 47 70 -23 44
23 Sheff Wed 43 12 8 23 36 67 -31 44
24 Rotherham 43 4 11 28 32 85 -53 23
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner