Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 24. febrúar 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
„Lélegasta lið í sögu efstu deildar" fór í titilbaráttu
Heimir talar um árin með ÍBV
Heimir á hliðarlínunni í leik með ÍBV.
Heimir á hliðarlínunni í leik með ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir fagnar eftir sigurleik.
Heimir fagnar eftir sigurleik.
Mynd: Fótbolti.net - Þórdís Inga Þórarinsdóttir
Tryggvi Guðmundsson og Ásgeir Aron Ásgeirsson semja við ÍBV árið 2009.
Tryggvi Guðmundsson og Ásgeir Aron Ásgeirsson semja við ÍBV árið 2009.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, er gestur Gunnlaugs Jónssonar í þættinum Návígi sem birtist á Fótbolta.net á fimmtudaginn.

Smelltu hér til að hlusta á Heimi Hallgríms í Návígi

Þar fer Heimir meðal annars yfir ár sín sem þjálfari meistaraflokks karla hjá ÍBV. Heimir tók við liðinu af Guðlaugi Baldurssyni þegar fimm umferðir voru eftir árið 2006 en þá var liðið í mjög slæmri stöðu. Niðurstaðan á endanum varð fall úr efstu deild.

Heimir hélt áfram með ÍBV næstu árin en hann kom liðinu upp í efstu deild árið 2008 og þaðan í Evrópukeppni og titilbaráttu.

2006: 10. sæti í efstu deild (tók við í lok móts)
2007: 4. sæti í 1. deild
2008: 1. sæti í 1. deild
2009: 10. sæti í efstu deild
2010: 3. sæti í efstu deild
2011: 3. sæti í efstu deild

Árið 2008 vann ÍBV 1. deildina en liðið byrjaði brösulega í Pepsi-deildinni 2009. ÍBV tapaði fyrstu fjórum leikjum sínum það sumarið og skoraði ekki mark.

„Þá kom grein eftir Henry Birgi (Gunnarsson) um að þetta væri lélegasta lið fyrr og síðar í efstu deild. Ég man að við klipptum greinina, hengdum hana upp inni í klefa og ætluðum að sýna okkur. Við unnum nokkra leiki í röð og héldum okkur í deildinni með ofboðslega ungt lið. Það var ofboðslega gefandi," sagði Heimir í Návígi.

„Eftir þetta ætluðum við að stefna á að fara í Evrópukeppni og gáfum það út fyrir tímabilið eftir. Við stóðum við það og fórum í Evrópukeppni tvö ár í röð. Það var ofboðslega merkilegt miðað við það hvernig liðið var samsett á þessum tíma. Við náðum því besta út úr leikmönnum og fengum líka góða leikmenn inn í hópinn."

Spöruðu í stað þess að ráðast á titilinn
Eftir fallbaráttuna 2009 þá endaði ÍBV í 3. sæti deildarinnar bæði 2010 og 2011 og náði um leið Evrópusæti. Árið 2010 átti ÍBV góðan möguleika á að verða Íslandmeistari. Liðið tapaði hins vegar 4-1 í lokaumferðinni gegn Keflavík á sama tíma og Breiðablik gerði jafntefli við Stjörnuna sem nægði til að tryggja titilinn í Kópavoginn. ÍBV hefði landað titlinum með sigri í Keflavík.

„Það voru ýmsar skýringar á því," sagði Heimir í Návígi aðspurður út tímabilið 2010 og það af hverju liðið náði ekki að landa titlinum.

„Félagið var alltaf að reyna að spara og við vorum með lánsmanninn James Hurst sem þurfti að fara aftur til Englands í lok sumargluggans. Við vorum í efsta sæti þá og ég bað um að fá leikmann til að styrkja liðið og reyna að vinna titilinn. Það var ekki hægt og við misstum leikmann í staðinn fyrir að styrkja okkur."

„Við lentum í leiðinlegum leikbönnum á erfiðum stundum. Tryggvi Guðmundsson, Finnur (Ólafsson) og einhverjir fleiri voru í leikbanni í Keflavík. Við máttum ekki við mikið af skakkaföllum. Við hefðum átt að styrkja liðið og komast í Meistaradeildina. Það hefði verið þess virði."


Hætti eftir að liðið veiktist í stað þess að styrkjast
Árið 2011 var ÍBV einnig í toppbaráttu en liðið gaf eftir og endaði í 3. sæti.

„Árið eftir gerist þetta aftur. Þá vorum við með hægri bakvörðinn Kelvin Mellor sem var búinn að vaxa gríðarlega allt tímabilið. Hann þurfti að fara á sama tímapunkt, þegar fimm leikir voru eftir."

„Í staðinn fyrir að styrkja liðið þá selur félagið Eið Aron (Sigurbjörnsson) erlendis eftir að hann hafði verið besti leikmaður liðsins. Við misstum tvo úr liðinu í staðinn fyrir að styrkja liðið. Þá sá maður að það var ekki hægt að fara lengra með þetta lið ef að þetta var staðan á hópnum."


Var ekki kominn með önnur tilboð
Þegar nokkrar umferðir voru eftir árið 2011 tilkynnti Heimir stjórn ÍBV að hann myndi ekki halda áfram með liðið. 11. september, þegar þrjár umferðir voru eftir, var tilkynnt að Magnús Gylfason myndi taka við liðinu eftir tímabilið og að hann myndi starfa við hliði Heimis út tímabilið til að komast inn í starfið.

„Ég sá að það sem ég vildi fór ekki sama við það sem stjórnin vildi eða stjórnin gat. Ég var of metnaðarfullur til að sætta mig við það að við vorum að veikja liðið þegar við gátum orðið Íslandsmeistarar. Ég vildi vera heiðarlegur við félagið og sagði að ég ætlaði ekki að vera áfram. Ég bauð þeim að skipta um þjálfara núna eða að bjóða honum að koma og sitja með okkur út tímabilið. Það er erfitt að þjálfa lið frá Vestmannaeyjum og ég sagði þeim að ef þetta væri óreyndur maður gæti hann fengið aðlögunartíma í 1-2 mánuði sem eftir voru af tímabilinu. Þetta var góðmennska og hugulsemi gagnvart félaginu að tilkynna þeim þetta snemma til að þeir gætu hugsað málið og ráðið mann."

Heimir segir ekkert annað starfstilboð hafa verið á borðinu þegar hann ákvað að hætta með ÍBV en KSÍ hafði ekki rætt við hann þá.

„Það var ekkert í gangi þá. Ég var aðallega svekktur. Það var ástæðan fyrir að ég hætti á þessum tíma. Ég var óánægður," sagði Heimir.


Smelltu hér til að hlusta á Heimi Hallgríms í Návígi

Til að nálgast þættina í Apple tækjum þarf einungis að leita að "Fótbolti.net" í iTunes Podcast, eða sambærilegum forritum s.s Overcast.

Á sama hátt er hægt að nálgast þættina í Android tækjum með því að nota sambærileg forrit, s.s Pocket Casts eða Podcast Addict, og leita að "Fótbolti.net".


Fyrri návígi:
Heimir Guðjónsson - Fyrri hluti
Heimir Guðjónsson - Seinni hluti
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner