fös 23. febrúar 2018 12:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evrópudeildin: Erfitt verkefni hjá Arsenal - Mæta AC Milan
Arsenal rétt svo kláraði Östersund. Næst: AC Milan.
Arsenal rétt svo kláraði Östersund. Næst: AC Milan.
Mynd: Getty Images
Gennaro Gattuso er þjálfari AC Milan.
Gennaro Gattuso er þjálfari AC Milan.
Mynd: Getty Images
Nú rétt í þessu var dregið í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar.

Arsenal átti í basli með sænska liðið Östersund í 32-liða úrslitunum en verkefnið í næstu umferð verður töluvert stærra. Lærisveinar Arsene Wenger fara til Mílanó-borgar og mæta AC Milan.

Töluverð eftirvænting verður væntanlega fyrir þessu einvígi enda er það eins stórt og það getur gerst í Evrópudeildinni.

Aðrar áhugaverðar viðureignir eru í 16-liða úrslitunum en þær má allar sjá hér að neðan.

Leikinir verða spilaðir 8. og 15. mars. Úrslitaleikurinn verður í Lyon þann 16. maí næstkomandi.

16-liða úrslitin:
Lazio - Dynamo Kiyv
RB Leipzig - Zenit
Atletico Madrid - Lokomotiv Moskva
CSKA Moskva - Lyon
Marseille - Athletic Bilbao
Sporting Lissabon - Viktoria Plzen
Borussia Dortmund - Salzburg
AC Milan - Arsenal



Athugasemdir
banner
banner