Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 23. febrúar 2018 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Engar afsakanir lengur fyrir Gylfa og félaga
Mynd: Getty Images
Everton hefur nýtt síðustu vikurnar í hitanum í Dúbaí. Sam Allardyce, sjóri liðsins, ákvað að skella sér með leikmenn sína til Dúbaí þar sem engir leikir voru á dagskrá í tvær vikur.

Liðið datt snemma úr FA-bikarnum og því var þessi ferð möguleg.

Allardyce, Stóri Sam, segir að aðstæðurnar hafi verið stórkostlegar og nú hafi leikmenn Everton engar afsakanir.

„Ég held að allir hafi haft gott af þessu. Vonandi á þessi ferð eftir að nýtast okkur vel til loka tímabilsins," sagði hann.

„Leikmennirnir hafa engar afsakanir lengur, nú verða þeir að standa sig. Frammistaðan hefur verið nokkuð góð síðan ég kom."

Gylfi Sigurðsson og félagar í Everton eru í níunda sæti ensku úrvalsdeildarliðið. Liðið sækir Watford heim á morgun, en Everton er aðeins sjö stigum frá sjöunda sæti sem gæti verið Evrópusæti, það fer eftir því hvaða lið verður bikarmeistari.

Today's training session in Dubai

A post shared by Gylfi Sigurdsson (@gylfisig23) on


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner