fös 23. febrúar 2018 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterling tæpur fyrir úrslitaleikinn - Jesus gæti verið með
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling, leikmaður Manchester City, er tæpur fyrir úrslitaleikinn í deildabikarnum gegn Arsenal á sunnudag. Sterling er að glíma við vöðvameiðsli.

Sterling missti af óvæntu tapi Man City gegn Wigan í enska bikarnum á mánudaginn vegna meiðslanna.

„Raheem hefur verið að glíma við vöðvameiðsli, ég veit ekki hvort hann verður tilbúinn á sunnudag," sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City, við blaðamenn í dag. Guardiola er að vonast til að vinna sinn fyrsta titil með City á sunnudaginn.

Gabriel Jesus gæti náð leiknum. Hann hefur verið frá því á gamlársdag en hefur náð góðum bata.

„Við munum sjá til á morgun," sagði Guardiola um Jesus.

Sjá einnig:
Láttu vaða - Úrslitaleikur Arsenal og Man City
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner