Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 23. febrúar 2018 17:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aguero mun ekki leggja fram kæru til lögreglu
Mynd: Getty Images
Sergio Aguero, sóknarmaður Manchester City, hefur ákveðið að leggja ekki fram kæru gegn stuðningsmanni Wigan sem hann lenti í ryskingum við eftir leik liðanna á mánudag.

Wigan vann 1-0 en eftir leikinn sauð allt upp úr

Aguero lenti í ryskingum við áhorfanda sem hafði hlaupið út á völlinn. Mirror greindi frá því að Aguero haldi því fram að áhorfandinn hafi hrækt á sig og sagt "suck my dick" þegar hann var að reyna að komast til búningsklefa.

Aguero sló til áhorfandans en var svo haldið af varnarmanni Wigan, Chey Dunckley, og starfsfólki City.

Samkvæmt heimildum Sky Sports ætlar Aguero ekki að leggja fram kæru til lögreglu, hann vill gleyma þessu máli sem fyrst og einbeita sér að fótboltanum.

Þrátt fyrir að Aguero muni ekki leggja fram kæru, þá er lögreglan í Manchester er að skoða hvað gerðist DW-leikvanginum á mánudagskvöld.

Aguero fær ekki refsingu frá enska knattspyrnusambandinu eins og áður hefur verið sagt frá.

Man City telur að öryggisgæsla hafi ekki verið nægilega öflug á leiknum og hefur tilkynnt það til Wigan og enska knattspyrnusambandsins. Vantað hafi verið upp á að tryggja öryggi leikmanna.

Sjá einnig:
Will Grigg: Svekkjandi að þetta taki sviðsljósið af sigrinum
Athugasemdir
banner
banner
banner