Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 24. febrúar 2018 09:00
Ingólfur Stefánsson
Carrasco á leið til Kína - Torres gæti fylgt með
Mynd: Getty Images
Belgíski vængmaðurinn Yannick Carrasco sem leikur með Atletico Madrid er á leið til Kína til þess að auka líkurnar á að komast í belgíska landsliðið fyrir Heimsmeistaramótið næsta sumar.

Carrasco mun ganga til liðs við liðið Dalian Yifang í kínversku deildinni fyrir 26 milljónir punda.

Dalian Yifang er nýliði í kínversku deildinni sem hefst í mars. Carrasco er annar Belginn sem færir sig úr Evrópuboltanum yfir til Kína undanfarin ár en miðjumaðurinn Axel Witzel gekk til liðs við Tianjin Quanjian í janúar 2017.

Samkvæmt heimildum DailyMail mun Carrasco fá ágætis launahækkun og mun þéna um 8,8 milljónir punda á ári.

Carrasco var ekki í leikmannahóp Atletico Madrid í Evrópudeildinni gegn FC Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Leikmaðurinn hefur verið orðaður við Tottenham, Chelsea, Arsenal og Manchester United en nú þykir nokkuð öruggt að hann muni fara til Kína.

Fernando Torres fyrrum framherji Liverpool og Chelsea gæti fylgt Carrasco til Dalian Yifang en Diego Simeone þjálfari Atletico hefur gefið Torres grænt ljós á að yfirgefa félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner