Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 23. febrúar 2018 22:30
Ingólfur Stefánsson
Villareal setur leikmann í bann vegna ákæru
Mynd: Getty Images
Villareal hefur sett varnarmanninn Ruben Semedo í ótímabundið bann án launa vegna ásakanna um morðtilraun.

Leikmaðurinn er í gæsluvarðhaldi á Spáni vegna málsins en hann var einnig sakaður um rán, líkamsárás og að bera ólögleg vopn.

Sjálfur hefur Semedo neitað ásökununum en Villareal hefur sett hann í bann á meðan málsóknin fer fram,

Semedo sem hefur spilað fyrir yngri landslið Portúgal gekk til liðs við Villareal síðasta sumar frá Sporting Lissabon fyrir 12 milljónir punda. Hann hefur leikið 5 leiki í vetur.

Í tilkynningu frá félaginu segir: „Á meðan við virðum það að allir eru saklausir uns sekt sé sönnuð höfum við ákveðið að setja leikmanninn í ótímabundið bann, án launa, þar til málinu er lokið."

„Villareal lýsir yfir hryllingi á þessum alvarlegu glæpum sem leikmaðurinn Ruben Semedo hefur verið ásakaður um."


Athugasemdir
banner
banner