lau 24. febrúar 2018 09:30
Ingólfur Stefánsson
Crystal Palace að fá fyrrum markvörð Liverpool
Cavalieri í leik með Liverpool á sínum tíma
Cavalieri í leik með Liverpool á sínum tíma
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson vonast til þess að ganga frá samningum við brasilíska markvörðinn Diego Cavalieri á næstu dögum.

Markmaðurinn hefur verið að æfa með Crystal Palace undanfarið eftir að samning hans við brasilíska liðið Fluminese var rift.

Samingaviðræður hafa verið í gangi en Hodgson vill styrkja breiddina í markvarðastöðunni. Julian Speroni er meiddur á hné sem þýðir að Wayne Hennessey er eini markmaður Palace sem er heill heilsu.

Cavalieri mun líklega ekki vera leyfilegur gegn Tottenham á sunnudag en viðræður eru þó sagðar langt á veg komnar.

„Hann er búinn að vera mjög góður," sagði Hodgson sem starfaði áður með Cavalieri hjá Liverpool.

„Við vonumst til að ganga frá samningum við hann en hann hefur verið að æfa með okkur í rúma viku. "
Athugasemdir
banner
banner
banner