Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 24. febrúar 2018 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Seri gæti fyllt í skarð Pogba hjá Man Utd
Powerade
Jean Michel Seri.
Jean Michel Seri.
Mynd: Getty Images
Donnarumma til PSG?
Donnarumma til PSG?
Mynd: Getty Images
Slúðurblöðin eru vöknuð. Kíkjum á hvað þau segja á þessu laugardegi.

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur samþykkt nýjan samning hjá félaginu sem mun færa honum 20 milljónir punda á ári til 2021. Það gerir um 3 milljón punda fyrir hann. (Mail)

Guardiola gæti verið dæmdur í leikbann og þurft að taka einhverja leiki upp í stúku ef hann verður með gula nælu á úrslitaleik Man City og Arsenal í deildabikarnum á sunnudag. Nælan er stuðningstákn fyrir sjálfstæða Katalóníu en samkvæmt reglum enska knattspyrnusambandsins mega leikmenn og þjálfarar ekki bera klæðnað eða aukahluti sem sýna pólitíska eða trúarlega afstöðu þeirra. (Times)

Forráðamenn Manchester United eru pirraðir á Mino Raiola, umboðsmanni Paul Pogba (24). Raiola hefur bent knattspyrnustjóranum Jose Mourinho á það hvar best sé að spila Pogba. (Times)

Man Utd hefur aukið áhuga sinn á Jean Michel Seri (26), miðjumanni Nice, vegna óvissu um framtíð Pogba. Seri er með 35 milljón punda riftunarverð í samingi sínum. Mun hann fylla í skarð Pogba? (Mirror)

Leikmenn Manchester United eru ekki ósáttir við upplegg Jose Mourinho gegn Sevilla í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn endaði markalaus. (MEN)

Framtíð Anthony Martial (22) hjá Manchester United er í óvissu þar sem hann á enn eftir að fá samningstilboð frá United. Samningur hans endar næsta sumar. (RMC)

Alan Pardew veit að framtíð sín hjá West Brom er óljós þar sem liðið er á botni ensku úrvalsdeildarinnar. Hann er tilbúinn að vera áfram ef þess er óskað. (Telegraph)

Nokkur lið í ensku úrvalsdeildinni eru að fylgjast með Saman Ghoddos (24), sóknarmanni sænska liðsins Östersund. Hann stóð sig vel gegn Arsenal í Evrópudeildinni. (ESPN)

Watford, West Brom, West Ham og Newcastle eru áhugasöm um Andre-Frank Zambo Anguissa (22), miðjumann Marseille. (Sun)

Newcastle hefur áhuga á Garry Rodrigues (27), miðjumanni Galatasaray í Tyrklandi. Hann er metinn á 10 milljónir punda. (Birmingham Mail)

Son Heung-Min (25) segir að fyrstu minningar sínar frá Englandi séu slæmar. Hann fór til Portsmouth og Blackburn á reynslu en það gekk ekki nægilega vel hjá honum. (Mail)

Paris Saint-Germain er að íhuga að kaupa Gianluigi Donnarumma (18), markvörð AC Milan í sumar. Donnarumma skrifaði þó undir nýjan samning við Milan síðasta sumar sem gildir til ársins 2021. (AS)

Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, gerði tæplega 10 milljón punda tilboð í von um að taka yfir eignarhaldi hjá utandeildarliðinu Dulwich Hamlet. Tilboði hans var hafnað af núverandi eigendum. (Independent)
Athugasemdir
banner
banner