Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 24. febrúar 2018 13:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dubravka: Hefur algjörlega breytt lífi mínu
Mynd: Getty Images
Það voru ekki margir sem vissu hver Martin Dubravka var, áður en hann stal senunni gegn Manchester United. Þessi slóvakíski markvörður lék sinn fyrsta leik fyrir Newcastle gegn Man Utd og einn besti maður vallarins 1-0 sigri.

Dubravka átti nokkrar góðar vörslur, þar á meðal varði hann frá Anthony Martial úr algjöru dauðafæri.

Dubravka hafði verið að spila í Tékklandi og Danmörku áður en hann kom á láni til Newcastle frá Sparta Prag á lokadegi félagaskiptagluggans í janúar.

„Þetta hefur algjörlega breytt lífi mínu," segir Dubravka um þetta tækifæri hjá Newcastle.

Dubravka vonast til að Newcastle kaupi sig.

„Ég vona það. Það er stórkostlegt að vera hér. Allir í Slóvakíu vita um Newcastle; þetta er stórt nafn í heimalandi mínu. Ég veit að margir tala bara um topp sex á Englandi en í Slóvakíu er Newcastle eitt frægasta félagið."

„Petr Cech er hetjan mín. Ég var með mynd af honum í skápnum mínum í búningsklefanum. En nú erum við saman í ensku úrvalsdeildinni. Þetta er stórt skref í mínu lífi."
Athugasemdir
banner
banner
banner