Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 24. febrúar 2018 14:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Faxaflóamótið: Blikar ekki í vandræðum með Grindavík
Mynd: Anna Þonn
Breiðablik 6 - 0 Grindavík
1-0 Selma Sól Magnúsdóttir ('19)
2-0 Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir ('22)
3-0 Agla María Albertsdóttir ('26)
4-0 Berglind Baldursdóttir ('28)
5-0 Berglind Baldursdóttir ('53)
6-0 Tinna Harðardóttir ('54)

Breiðablik lék sér að Grindavík í Faxaflóamóti kvenna í dag.

Blikar hafa verið á mikilli siglingu í síðustu leikjum sínum á þessu undirbúningstímabili en ekki er það sama hægt að segja um Grindvíkinga sem hafa tapað öllum sínum leikjum stórt, þeim síðasta gegn nágrönnum Blika í Stjörnunni 14-1!

Í dag sættu Grindvíkingar sig við 6-0 tap. Selma Sól Magnúsdóttir kom Blikum yfir á 19. mínútu og níu mínútum síðar var staðan orðin 4-0 fyrir Blika og þannig var hún í hálfleik.

Grindvíkingar náðu aðeins að þétta vörnina í seinni hálfleiknum og urðu lokatölurnar 6-0 fyrir Breiðablik.

Breiðablik hefur lokið þáttöku í Faxaflóamótinu og endar með 10 stig úr fimm leikjum. Eins og staðan er núna eru Blikar á toppi riðilsins en Stjarnan og FH eiga eftir að spila sína síðustu leiki og geta náð Blikum að stigum með sigri í þeim. Grindavík á einn leik eftir en liðið hefur tapað öllum sínum hingað til og er með markatöluna 2:31.



Athugasemdir
banner
banner