lau 24. febrúar 2018 17:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Ronaldo fórnaði þrennunni fyrir Benzema
Ronaldo leyfði Benzema að taka víti, þrátt fyrir að vera með tvö mörk og í færi að fullkomna þrennuna.
Ronaldo leyfði Benzema að taka víti, þrátt fyrir að vera með tvö mörk og í færi að fullkomna þrennuna.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo sneri aftur í lið Real Madrid er liðið valtaði yfir Deportivo Alaves í spænsku úrvalsdeildinni, í leik sem verið var að flauta til leiksloka í.

Það var Ronaldo sem braut ísinn fyrir Madídarstórveldið rétt fyrir leikhlé en í upphafi seinni háfleiks gerði Gareth Bale annað markið í leiknum fyrir Real Madrid.

Ronaldo gerði annað mark sitt eftir um klukkutíma og Karim Benzema bat lokahnútinn með marki úr vítaspyrnu á 89. mínútu. Ronaldo var enn inn á vellinum en leyfi frekar Benzema að taka hana og skora sitt fjórða deildarmark á tímabilinu.

Real er í þriðja sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, 11 stigum á eftir Barcelona sem á leik til góða.

Fyrr í dag vann Celta Vigo 2-0 sigur á Eibar.

Real Madrid 4 - 0 Alaves
1-0 Cristiano Ronaldo ('44 )
2-0 Gareth Bale ('46 )
3-0 Cristiano Ronaldo ('61 )
4-0 Karim Benzema ('89 , víti)

Celta 2 - 0 Eibar
1-0 Iago Aspas ('56 )
2-0 Maximiliano Gomez ('79 )



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner