Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 24. febrúar 2018 17:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: KA með magnaðan sigur á KR
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KR 2 - 3 KA
0-1 Elfar Árni Aðalsteinsson ('9)
1-1 Óskar Örn Hauksson ('24)
2-1 Óskar Örn Hauksson ('57)
2-2 Daníel Hafsteinsson ('67)
2-3 Frosti Brynjólfsson ('69)
2-3 Óskar Örn Hauksson ('86, misnotað víti)

KA vann magnaðan sigur á Vesturbæjarstórveldinu KR í Lengjubikar karla í dag. Leikið var í Egilshöll.

KA náði foyrstunni með marki frá Elfari Árna Aðalsteinssyni á níunudu en Óskar Örn Hauksson jafnaði á 24. mínútu og kom KR svo yfir snemma í seinni hálfleiknum.

Þá tóku tveir ungir og efnilegir strákar í KA upp á því að skora. Daníel Hafsteinsson, fæddur 1999, jafnaði og Frosti Brynjólfsson, fæddur 2000, jafnaði fyrir Akureyringa. Bæði mörkin komu eftir undirbúning frá Hallgrími Mar Steingrímssyni.

Óskar Örn Hauksson fékk tækifæri til að jafna úr vítaspyrnu á 86. mínútu en klúðraði vítaspyrnunni.

Lokatölur 3-2 fyrir KA sem er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í riðli 2, rétt eins og Breiðablik. KR hefur fjögur stig úr þremur leikjum.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner