Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 24. febrúar 2018 17:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Einn besti leikur sem við höfum spilað
Klopp var himinlifandi með frammistöðu dagsins.
Klopp var himinlifandi með frammistöðu dagsins.
Mynd: Getty Images
„Sem knattspyrnustjóri geturðu ekki búist við leik sem þessum, þú getur vonast eftir svona leik en það er mjög sjaldgjæft að þú fáir hann. Við fengum hann í dag, það var gaman að horfa á þetta," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir 4-1 sigur á West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Liverpool fékk nægan tíma til að undirbúa þennan leik.

„Strákarnir stóðu fyrir sínu, það gerir mig mjög ánægðan. Það hjálpar þegar við fáum tíma til að undirbúa okkur en við fáum það ekki oft. Ég sá mikið í okkar leik sem við höfum verið að gera á æfingu sem gerir mig mjög glaðan."

„Þeta er ekki alltaf svona, þetta er einn besti leikur sem við höfum spilað, 100%. Pressan okkar var til fyrirmyndar."

Liverpool komst upp í annað sæti deildarinnar með sigrinum, liðið fór upp fyrir erkifjendur sína í Manchester United.

„Getum við haldið okkur í öðru sæti? Það veltur á öðrum úrslitum. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því núna."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner