Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   lau 24. febrúar 2018 19:17
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Lengjubikarinn: Öruggt hjá Íslandsmeisturunum gegn Fram
Tobias Thomsen skoraði þrennu fyrir Val í dag í sigri á Fram.
Tobias Thomsen skoraði þrennu fyrir Val í dag í sigri á Fram.
Mynd: Valur
Nú er ný lokið tveimur leikjum í A-deild Lengjubikarsins þar sigruðu Valur og Fylkir leikina sína.

Valur skoraði fjögur mörk gegn Fram, þeir komust yfir á 12. mínútu og Patrick Pedersen bætti við öðru marki Vals þegar 29. mínútur voru liðnar.

Tobias Thomsen skoraði þriðja mark Vals þegar níu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik og hann bætti svo við þriðja marki sínu á 87. mínútu leiksins.

Birkir Már Sævarsson spilaði sinn fyrsta leik með Val í vetur eftir að hafa komið frá Hammarby.

Fylkir sigraði Þór í Boganum, 0-2. Oddur Ingi Guðmundsson sá til þess að Fylkir var með 0-1 forystu í hálfleik, í upphafi seinni hálfleiks skoraði svo Hákon Ingi Jónsson annað mark gestanna.

Fram 0-4 Valur
0-1 Tobias Thomsen ('12)
0-2 Patrick Pedersen ('29)
0-3 Tobias Bendix Thomsen ('36)
0-4 Tobias Bendix Thomsen ('87)

Þór 0-2 Fylkir
0-1 Oddur Ingi Guðmundsson ('22)
0-2 Hákon Ingi Jónsson, víti ('50)

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner