Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 24. febrúar 2018 21:44
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Spánn: Barcelona með stórsigur í Katalóníuslag
Suarez skoraði þrjú í kvöld.
Suarez skoraði þrjú í kvöld.
Mynd: Getty Images
Barcelona fékk Girona í heimsókn í kvöld í nágrannaslag í Katalóníu. Það er alveg óhætt að segja að sigurinn hafi verið nokkuð öruggur hjá heimamönnum þrátt fyrir að gestirnir hafi komist yfir.

Eins og fyrr segir tóku gestirnir forystuna í upphafi leiks en það leið ekki langur tími þar til staðan var orðin jöfn, Luis Suarez jafnaði þá.

Messi setti tvö mörk fyrir lok fyrri hálfleiks og Suarez bætti við öðru marki sínu. Philippe Coutinho kom sér svo á blað á 66. mínútu og staðan orðin, 5-1.

Luis Suarez skoraði svo þriðja markið sitt á 76. mínútu og sjötta mark Barcelona sem er í góðum málum á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar.

Fyrr í dag fór fram leikur Leganes og Las Palmas en sá leikur endaði með markalausu jafntefli.

Barcelona 6 - 1 Girona
0-1 Cristian Portu ('3 )
1-1 Luis Suarez ('5 )
2-1 Lionel Andres Messi ('30 )
3-1 Lionel Andres Messi ('37 )
4-1 Luis Suarez ('44 )
5-1 Philippe Coutinho ('66 )
6-1 Luis Suarez ('76 )

Leganes 0-0 Las Palmas
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 32 25 6 1 70 22 +48 81
2 Barcelona 32 21 7 4 64 37 +27 70
3 Girona 32 21 5 6 67 40 +27 68
4 Atletico Madrid 32 19 4 9 59 38 +21 61
5 Athletic 32 16 10 6 52 30 +22 58
6 Real Sociedad 32 13 12 7 46 34 +12 51
7 Betis 32 12 12 8 40 38 +2 48
8 Valencia 32 13 8 11 35 34 +1 47
9 Villarreal 32 11 9 12 51 55 -4 42
10 Getafe 32 9 13 10 38 44 -6 40
11 Osasuna 32 11 6 15 37 46 -9 39
12 Sevilla 32 9 10 13 41 45 -4 37
13 Las Palmas 32 10 7 15 30 39 -9 37
14 Alaves 32 9 8 15 28 38 -10 35
15 Vallecano 32 7 13 12 27 39 -12 34
16 Mallorca 32 6 13 13 26 38 -12 31
17 Celta 32 7 10 15 37 47 -10 31
18 Cadiz 32 4 13 15 22 45 -23 25
19 Granada CF 32 3 9 20 33 61 -28 18
20 Almeria 32 1 11 20 31 64 -33 14
Athugasemdir
banner
banner
banner