Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 25. febrúar 2018 10:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Messi orðinn stoðsendingahæsti leikmaðurinn í sögu La Liga
Mynd: Getty Images
Katalóníu liðin Barcelona og Girona mættust í gærkvöld í nágrannaslag þar sem Barcelona sigraði örugglega, 6-1.

Lionel Messi skoraði ekki bara í leiknum heldur lagði hann upp mark fyrir Luis Suarez, þetta var ekki alveg fyrsta markið sem Messi leggur upp í La Liga, þetta var stoðsending númer 148 hjá honum sem gerir hann að stoðsendingahæsta leikmanninum í sögu La Liga.

Áður átti spænski miðjumaðurinn Michel þetta met en hann lék með Real Madrid á árunum 1982 til 1996.

Messi setti ekki bara þetta met, hann setti tvö met í stórsigrinum í gær.

Argentínumaðurinn snjalli hefur nú skorað gegn 36 mismunandi andstæðingum í efstu deild á Spáni, enginn hefur gert betur í því en Messi.




Athugasemdir
banner
banner