Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 25. febrúar 2018 14:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Hörður spilaði í svekkjandi tapi gegn Cardiff
Aron enn frá vegna meiðsla
Mynd: Getty Images
Cardiff City 1 - 0 Bristol City
1-0 Kenneth Zohore ('82)

Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn í vörn Bristol City er liðið þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Cardiff City í Championship-deildinni í dag. Þetta var Íslendingaslagur en Aron Einar Gunnarsson gat þó ekki leikið með Cardiff vegna meiðsla.

Leikurinn var jafn og markalaus alveg fram á 72. mínútu en þá skoraði danski sóknarmaðurinn Kenneth Zohore fyrir heimamenn í Cardiff og reyndist það sigurmarkið.

Var þetta mikilvægur sigur fyrir Cardiff sem heldur fjögurra stiga forskoti á Birki Bjarnason og félaga í Aston Villa í öðru sæti deildarinnar. Bristol er í sjötta sætinu sem er umspilssæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner