Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 25. febrúar 2018 19:32
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Ingibergur með þrjú gegn Þrótti V.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vængir Júpíters 5 - 3 Þróttur Vogum
1-0 Ingibergur Kort Sigurðsson
2-0 Gunnar Orri Guðmundsson
3-0 Brynjar Gauti Þorsteinsson
3-1 Brynjar Kristmundsson
4-1 Ingibergur Kort Sigurðsson
4-2 Geir Kristinsson, sjálfsmark
5-2 Ingibergur Kort Sigurðsson
5-3 Elvar Freyr Arnþórsson
Rautt spjald: Kian Viðarsson, Þróttur

Vængir Júpíters höfðu betur í afar fjörugum átta mark leik gegn Þrótti Vogum í Lengjubikarnum í dag.

Liðin mættust á gervigrasinu á Fjölnisvelli og átti Ingibergur Kort Sigurðsson frábæran leik fyrir Vængina.

Ingibergur skoraði fyrsta mark leiksins og voru Vængirnir þremur mörkum yfir og manni fleiri í hálfleik, eftir að Kian Viðarsson var rekinn útaf.

Brynjar Kristmundsson minnkaði muninn fyrir Þrótt en Ingibergur bætti tveimur við og fullkomnaði þrennuna í síðari hálfleik.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner