Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 25. febrúar 2018 21:06
Ívan Guðjón Baldursson
Aurier fyrstur til að taka þrjú ólögleg innköst
Aurier þarf að æfa innköstin.
Aurier þarf að æfa innköstin.
Mynd: Getty Images
Serge Aurier varð í dag fyrsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, og eflaust víðar, til að taka þrjú ólögleg innköst í sama leiknum.

Tottenham heimsótti Crystal Palace og stefndi í markalaust jafntefli þegar Harry Kane skoraði með skalla eftir hornspyrnu frá Christian Eriksen á lokamínútunum.

Aurier var fenginn til Tottenham síðasta sumar til að fylla upp í skarðið sem Kyle Walker skildi eftir þegar hann var seldur til Manchester City.

Aurier hefur fengið vænan skerf af gagnrýni á tímabilinu þar sem hann þykir nokkuð kærulaus varnarlega.

Mauricio Pochettino var léttur í lund að leikslokum og grínaðist með að Aurier væri að reyna að láta reka hann frá Tottenham með þessum innköstum sínum.

Undir lok leiksins ætlaði Kane að finna einhvern til að taka innkast. Þegar Aurier nálgaðist ákvað Kane að taka innkastið sjálfur og mátti sjá glitta í bros hjá sóknarmanninum.
















Athugasemdir
banner
banner
banner
banner