sun 25. febrúar 2018 23:15
Ívan Guðjón Baldursson
Fjórði dómarinn spurði Wenger af hverju hann vildi meiri tíma
Mynd: Getty Images
Arsenal tapaði úrslitaleik deildabikarsins gegn Manchester City og var Arsene Wenger ósáttur þegar uppbótartíminn var gefinn upp á 90. mínútu.

Man City var 3-0 yfir og ákvað Wenger að kvarta í fjórða dómaranum vegna þess að uppbótartíminn var of stuttur.

„Ég spurði fjórða dómarann hvers vegna uppbótartíminn væri svona stuttur. Hann spurði mig til baka hvers vegna ég vildi meiri tíma," sagði Wenger eftir leikinn.

Wenger kvartaði einnig undan öðru marki leiksins, sem Vincent Kompany skoraði. Hann telur Leroy Sane, sem var í rangstöðu, hafa haft áhrif á leikinn og skilur ekkert í því hvers vegna markið hafi verið dæmt gilt þrátt fyrir myndbandsdómgæslu.

„Ég skil þetta ekki. Hvernig er hægt að sjá endursýningu af markinu án þess að dæma rangstöðu? Það er mér hulin ráðgáta."




Athugasemdir
banner
banner
banner