Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 27. febrúar 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
Gríðarleg óánægja með mánudagsleiki í Þýskalandi
Mun færri áhorfendur mættu á heimaleik Dortmund í gær en vanalega.
Mun færri áhorfendur mættu á heimaleik Dortmund í gær en vanalega.
Mynd: Getty Images
Lítil ánægja er með þá ákvörðun að hafa leiki á mánudagskvöldum í þýsku Bundesligunni en um er að ræða hluta af nýjum sjónvarpssamningi.

54,300 áhorfendur mættu á 1-1 jafntefli Borussia Dortmund og Augsburg í gærkvöldi. Alfreð Finnbogason var ekki með Augsburg vegar meiðsla.

Vanalega mæta 25 þúsund fleiri á heimaleiki Dortmund en margir stuðningsmenn liðsins ákváðu að sitja heima í gær til að mótmæla leiktímanum.

„Við viljum sanngjarnari leiktíma fyrir stuðningsmenn - enga mánuagsleiki," var skrifað á risa borða sem var í stúkunni.

Í síðustu viku mótmæltu stuðningsmenn Frankfurt því að spila á mánudagskvöldi með því að grýta tennisboltum inn á völlinn fyrir leik gegn Leipzig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner