Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   lau 03. mars 2018 12:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Modric gæti fengið fimm ára fangelsisdóm fyrir lygar
Modric í leik á Laugardalsvelli. Þennan leik vann Ísland 1-0.
Modric í leik á Laugardalsvelli. Þennan leik vann Ísland 1-0.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Luka Modric, helsta stjarna króatíska landsliðsins gæti verið í miklu veseni. Króatískir saksóknarar hafa lagt fram kæru gegn honum fyrir falskan vitnisburð í máli gegn Zdravko Mamic, fyrrum framkvæmdastjóra Dinamo Zagreb.

Modric sem er leikmaður Real Madrid er talinn hafa logið í vitnastúkunni í skattamáli Mamic.

Mamic stjórnaði Dinamo Zagreb þegar Modric lék með liðinu en hann er sakaður um að hafa svindlað pening út úr félaginu með reglulegu millibili og sérstaklega þegar dýrir leikmenn voru seldir.

Mamic, Zoran bróðir hans og tveir aðrir eru fyrir dómstólum í spillingarmáli sem er talið hafa kostað Dinamo liðið 15 milljónir evra og ríkið 1,5 milljónir evra.

Modric var beðinn um að bera vitni í málinu í tengslum við tugmilljóna punda félagaskipti sín til Tottenham árið 2008.

Modric er sakaður um að hafa breytt vitnisburði sínum. Á hann fyrst að hafa sagt að Mamic hefði fengið vel greitt eftir félagskiptin til Tottenham. Modric dró þetta til baka síðar meir og bar við minnisleysi.

Vakti þetta mikla reiði hjá stuðningsmönnum króatíska landsliðsins en Mamic er gríðarlega umdeildur í heimalandinu.

Sjá einnig:
Yfirvöld rannsaka falskan vitnisburð Modric

Ef Modric verður fundinn sekur um meinsæri gæti hann átt yfir sér höfði fimm ára fangelsisdóm.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner