Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 04. mars 2018 13:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Berbatov hraunaði yfir David James og hans aðferðir
Ólíkleg er að Berbatov snúi aftur til Indlands.
Ólíkleg er að Berbatov snúi aftur til Indlands.
Mynd: Getty Images
David James og Hermann Hreiðarsson.
David James og Hermann Hreiðarsson.
Mynd: Þorsteinn Ólafs
Dimitar Berbatov, fyrrum leikmaður Manchester United, er ekki hrifinn af David James sem þjálfara. Berbatov gekk í raðir Kerala Blasters á Indlandi síðasta sumar en David James, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands, hefur þjálfað liðið síðustu mánuði.

Berbatov átti erfitt tímabil í Indlandi og heillaði ekki menn með frammistöðu sinni í búningi Kerala.

Berbatov átti nokkuð við meiðsli að stríða en hann kom við sögu í níu leikjum og skoraði eitt mark.

Nú þegar deildarkeppninni er nýlokið er Berbatov farinn heim til Búlgaríu. Kerala komst ekki í úrslitakeppnina, en liðið endaði í sjötta sæti af 10 liðum. Fjögur efstu liðin fara í úrslitakeppni.

James er eins og áður segir þjálfari Kerala en hann tók við liðinu í byrjun janúar og fékk hann Hermann Hreiðarsson sem sinn aðstoðarmann. Úrslitin voru betri undir stjórn James og var liðið nálægt úrslitakeppninni undir hans stjórn.

Þjálfunaraðferðir hans eru hins vegar ekki sérstakar að mati Berbatov sem er langt frá því að vera sáttur.

„Vippa boltanum inn á sóknarmennina, taka hann á bringuna, og við eigum að sjá um restina," skrifar Berbatov inn á Instagram og segir þar enn fremur að James sé einhver „versti þykjustu þjálfari" sem hann hafi unnið með á ferlinumm.

Ólíklegt er að hinn 37 ára gamli Berbatov muni snúa aftur til Indlands þar sem David James var að skrifa undir nýjan samning við félagið. Samningurinn gildir næstu þrjú árin en ekki hefur enn fengist á hreint hvort Hermann Hreiðarsson verði áfram með James.

Næsta verkefni Kerala er seinna í þessum mánuði, í Ofurbikarnum á Indlandi, sem er eins konar bikarkeppni þar í landi.

Guðjón Baldvinsson hefur verið í láni hjá liðinu hjá Stjörnunni en ekki er víst að hann muni spila meira með Kerala. Hann á að snúa aftur til Stjörnunnar fyrir lok mars.





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner