Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   fim 08. mars 2018 09:44
Elvar Geir Magnússon
Lærimeyjar Phil Neville töpuðu úrslitaleiknum á sjálfsmarki
Kvenaboltinn
Bandaríska kvennalandsliðið vann England 1-0 í úrslitaleik SheBelieves-bikarsins en eina mark leiksins var sjálfsmark Karen Bardsley.

Um er að ræða verulega stórt æfingamót sem fær mikla athygli.

Phil Neville tók í janúar við þjálfun enska kvennalandsliðsins en liðið hefði unnið mótið með jafntefli, staðan var markalaus í hálfleik.

Leikið var á Orlando City leikvanginum en fyrir leik var mínútu þögn til að minnast fórnarlamba skotárásarinnar í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í síðasta mánuði.

Leikmannahópur Englands mun heimsækja Disney landið í dag áður en hann heldur aftur heim.
Athugasemdir
banner
banner