banner
   mán 12. mars 2018 14:42
Magnús Már Einarsson
Mourinho: De Boer er versti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar
Lætur í sér heyra.
Lætur í sér heyra.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, hraunaði yfir hollenska þjálfarann Frank de Boer á fréttamannafundi í dag.

De Boer tók við Crystal Palace síðastliðið sumar en hann var rekinn í september eftir að liðið hafði tapað öllum leikjunum undir hans stjórn.

Á dögunum sagði De Boer að það væri ekki gott fyrir Marcus Rashford að leika undir stjórn Mourinho. Portúgalinn ákvað að nýta tækifærið með því að skjóta til baka á De Boer í dag eftir tvö mörk Rashford gegn Liverpool um helgina.

„Versti stjórinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, Frank de Boer, 0-0-7 og núll mörk segir að það sé ekki gott fyrir Marcus Rashford að vera með stjóra eins og mig," sagði Mourinho.

„Það sem er mikilvægast fyrir hann (Rashford) er að vinna. Ef Frank myndi þjálfa hann þá myndi hann læra að tapa því hann tapar öllum leikjum."
Athugasemdir
banner
banner